Auglýsendur
Pósturinn er öflugt auglýsingablað sem dreifist um allt Vesturlandskjördæmi. Blaðið er í hentugu broti og hefur hlotið viðurkenningu frá auglýsendum og lesendum fyrir stílhreint útlit og góða prentun.
Dreifingarsvæðið er Akranes, Borgarnes, Snæfellsnes, Búðardalur, Dalasýsla, Króksfjarðarnes, Kjalarnes og Kjós - auk allra sveita þar á milli og valdar sjoppur á sunnanverðum Vestfjörðum og norðvesturlandi.
Pósturinn berst inná öll heimili og fyrirtæki á svæðinu og er upplagið alls 7000 eint. Fastir liðir eru í Póstinum er tengja lesendur samfélaginu. Fréttatengdir pistlar úr bæjarlífinu og frá dreifingarsvæðinu í heild birtast í hverri viku.
Pósturinn kemur út á fimmtudögum vikulega allt árið. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14 á mánudögum.
Upplýsingar um prentun
Skorin stærð Póstsins er 16 x 23 cm
Prentflötur er 15,2 x 21,8 cm
Blæðing má vera á heilsíðum (16 x 23 cm) + 3mm
Forsíðan er í stærðinni 16 x 18,5 cm + 0,3 cm blæði útfyrir kant
Síða í Póstinum skiptist í 3 dálka sem hver dálkur er 4,8 x 21,8 cm